Vikan er afmælisbarn vikunnar: „Gaman að ritstýra blaði sem á svona langa og verðmæta sögu“ |

Vikan er afmælisbarn vikunnar: „Gaman að ritstýra blaði sem á svona langa og verðmæta sögu“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vikan fagnaði 82 ára afmæli í gær, en fyrsta tölublað Vikunnar kom út þann 17. nóvember árið 1938. Fyrirmynd blaðsins var norska Hjemmet og frá upphafi hefur verið stílað á fjölbreytt efnistök og að höfða til kvenna.

Fyrsti ritstjóri Vikunnar Sigurður Benediktsson fékk leyfi til að birta teiknimyndasögur en þær voru þá algjör nýung hér á landi. Hann var einnig með framhaldssögur í blaðinu, krossgátur og þrautir sem aflaði því mikilla vinsælda allra í fjölskyldunni. Vikan hefur í gegnum tíðina gengið í gegnum margvíslegar breytingar og er síung í anda.

Fyrsta tölublað Vikunnar sem kom út árið 1938.
Mynd / timarit.is

„Undanfarið höfum við unnið að því að breyta ýmsum efnistökum í blaðinu og kynna lesendum nýja fasta þætti,“ segir Steingerður Steinarsdóttir núverandi ritstjóri blaðsins, en hún tók við ritstjórn Vikunnar árið 2013. „Þetta hefur verið gefandi og skemmtileg vinna og óhætt að segja að Vikan hafi aldrei verið líflegri. Það er einstaklega gaman að ritstýra blaði sem á svona langa og verðmæta sögu.”

Nýjasta tölublað Vikunnar, sem kemur í verslanir á morgun.

Vikan varðveitt eins og gersemar

Margt sem tengt er Vikunni er löngu orðin að hefð hjá lesendum. „Í því sambandi má nefna kökublaðið okkar sem er væntanlegt í búðirnar 26. nóvember. Í mörgum fjölskyldum eru til ótal tölublöð af því sem varðveitt eru eins og gersemar. Sömuleiðis völvublaðið okkar, en völva Vikunnar hefur oft reynst ótrúlega sannspá. Það verður spennandi að sjá hvað hún segir í ár.“

Frásagnir kvenfyrirmynda

Forsíðu Vikunnar prýðir jafnan kona, og hafa konur á öllum aldri, með ýmsan bakgrunn, menntun, sögu og reynslu, sagt sögu sína í forsíðuviðtalinu. Einstaka sinnum hefur karlmaður prýtt forsíðuna, en margoft hafa birst viðtöl við karlmenn í sjálfu blaðinu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af forsíðum ársins 2020, og við getum ekki beðið eftir að sýna ykkur forsíður Kökublaðsins og Völvublaðsins.

Vikan kemur út a fimmtudögum

 

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira