Vill taka þátt í að leysa heimsvandamálin 

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, nýr forstjóri Matvælastofnunar, hefur ástríðu fyrir vinnunni sinni, keppir í hjólreiðum, elskar að sinna börnunum sínum og passar upp á mataræðið og almennt heilbrigði.

Hún segir að helst þyrftu að vera sjötíu og fimm klukkutímar í sólarhringnum til að hún kæmist yfir allt sem hana langar að gera en neitar því að vera undir álagi. Hún hafi alltaf haft þann eiginleika að hella sér hundrað prósent út í það sem veki áhuga hennar og eftir að hún fjarlægði mjólkurvörur úr mataræðinu hafi hún verið óstöðvandi.

Þessi framkvæmdaglaða hugsjónakona er í forsíðuviðtali við Vikuna sem kemur út í fyrramálið en auk hennar eru viðtöl í blaðinu við Áslaugu Thorlacius um merkilega myndlistarsýningu sem hún setti upp í fjósinu að Kleifum við Blönduós í sumar, Dr. Arnar Eggert Thoroddsen sem leggst undir smásjánna og nokkra íslenska fagurkera um hvernig þeir kjósa að fegra heimili sín.

Vikan skoðar einnig berjarækt, Feng Shui og ýmis heilsutengd málefni.

Þetta er haustlegt og spennandi blað sem er um að gera að tryggja sér sem allra fyrst.

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira